Já segir upp starfsmönnum

Starfsfólki fyrirtækisins Já verður fækkað um 6–8 á næstunni og  þjónustuveri Já á Akureyri verður lokað. Fyrirtækið segir, að á móti verði þjónustuver fyrirtækisins í Reykjanesbæ og Reykjavík efld.

Aðgerðirnar  koma til framkvæmda í haust. Nú starfa um 120 manns hjá fyrirtækinu, sem annast rekstur 118, vefsvæðisins já.is og sér um útgáfu Símaskrárinnar.

Alls starfa nú nítján fastráðnir starfsmenn hjá þjónustuverinu á Akureyri í 18,5 stöðugildum. Hluta þess starfsfólks verður boðin vinna hjá þjónustuverum Já í Reykjavík og Reykjanesbæ.

Sigríður Margrét Oddsdóttir, forstjóri Já, segir í tilkynningu að fyrirtækið neyðist til að taka erfiðar ákvarðanir. Það sé á ábyrgð stjórnendanna að tryggja hag allra starfsmanna og viðskiptavina Já til framtíðar með góðum rekstri. Með þessum aðgerðum eru þeir að sinna þeirri skyldu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka