Kona stjórnarformaður Sameinaða lífeyrissjóðsins

Auður Hallgrímsdóttir.
Auður Hallgrímsdóttir.

Auður Hallgrímsdóttir var kosin formaður Sameinaða lífeyrissjóðsins á fyrsta fundi nýrrar stjórnar sem haldin var að loknum ársfundi sjóðsins í gær.

Að sögn sjóðsins er Auður fyrsta konan sem gegnir formennsku í lífeyrissjóði þar sem meginþorri sjóðfélaga kemur úr stétt iðnaðarmanna en karlar eru 92% virkra félaga í Sameinaða lífeyrissjóðnum. 

Auður hefur setið í stjórn sjóðsins s.l. 3 ár en hún situr jafnframt í stjórn Málms, félags Málm- og skipasmiða. Auður rekur ásamt fjölskyldu sinni Járnsmiðju Óðins í Kópavogi. 

Fráfarandi formaður, Þorbjörn Guðmundsson var nú kjörinn  varaformaður stjórnar.  

Samkvæmt ársreikningi sjóðsins fyrir árið 2010 var var nafnávöxtun 4,6% og raunávöxtun 2%, sem er besta útkoma sl. 4 ár.  Heildareignir sjóðsins voru rúmir 105 milljarðar króna í lok árs og höfðu aukist um 6,2 milljarða króna á árinu. 

Raunávöxtun ávöxtunarleiða séreignasparnaðar sjóðsins var frá 5,5% til 8,9% á árinu.

Á fundinum kom fram í máli Kristjáns Arnar Sigurðssonar framkvæmdastjóra sjóðsins að það sem af er árinu 2011 hafi þróunin haldið áfram að vera hagstæð sjóðnum.


mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert