Mótmæla kvótafrumvörpum

Á stjórnarfundi í Farmanna-og fiskimannasambandi Íslands var samþykkt ályktun þar sem mótmælt er harðlega framkomnum frumvörpum sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra sem geti ekki leitt til annars en verri afkomu þeirra sem hafa fiskveiðar að aðalstarfi.

„Það virðist vera markmið sitjandi stjórnvalda að rýra kjör atvinnusjómanna og færa það sem af þeim er tekið til tómstundafiskimanna. Efni frumvarpanna er óravegu frá því samkomulagi sem varð niðurstaða svokallaðrar sáttanefndar s.l. sumar," segir í ályktuninni.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert