Segir skattbyrði nálægt meðaltali á Íslandi

Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra.
Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra.

Íslandi er fyr­ir neðan miðju í hópi Vest­ur-Evr­ópu­ríkja hvað skatt­byrði varðar. Þetta er mat fjár­málaráðuneyt­is­ins sem bygg­ir þetta á töl­um úr nýrri skýrslu OECD um skatt­byrði.

Hér er Ísland aft­ur í neðsta sæti ef und­an er skilið árið 2010. Í sam­an­b­urði við 18 OECD ríki í Vest­ur Evr­ópu er Ísland aðeins neðan við miðju. Þau lönd með lægri skatt­byrði þessa hóps hafa verið Grikk­land, Írland, Lúx­em­borg, Spánn, Portúgal og Sviss en fyr­ir árið 2010 bætt­ist Svíþjóð í þann hóp.

„Í skýrslu OECD er rakið hvernig skatt­ar og bæt­ur koma við af­komu fjöl­skyldna eft­ir tekj­um og aðstæðum. Henni er raðað eft­ir skatt­byrði hjóna með tvö börn þar sem annað er með meðallaun en hitt með 2/​3 af meðaltal­inu.

Í 10 af 18 V-Evr­ópu­ríkj­um er skatt­byrði þess­ar­ar fjöl­skyldu­teg­und­ar meiri en hér á landi. Ein­stætt tveggja barna for­eldri á Íslandi með tekj­ur sem nema 2/​3 af meðal­tekj­um býr við lægri skatt­lagn­ingu en fjöl­skyld­ur í sömu stöðu ef und­an eru skil­in Sviss, Lúx­em­borg og Írland af V-Evr­ópu­ríkj­um,“ seg­ir í til­kynn­ingu ráðuneyt­is­ins.

Til­kynn­ing fjár­málaráðuneyt­is­ins

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert