Íslensk stjórnvöld hafa sent Alþjóðagjaldeyrissjóðnum viljayfirlýsingu vegna fimmtu endurskoðunar efnahagsáætlunar Íslands í samstarfi við sjóðinn.
Stefnt er að því að endurskoðun efnahagsáætlunarinnar verði tekin fyrir í stjórn sjóðsins 3. júní næstkomandi.
Efnahags- og viðskiptaráðuneytið segir, að yfirlýsingin verði birt opinberlega eftir að endurskoðunin hefur verið samþykkt. Í kjölfarið opnist fyrir aðgang að síðasta fjórðungi lánafyrirgreiðslu Norðurlandanna auk frekari lána frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum.