Spánverjar á Íslandi ætla að standa fyrir mótmælum fyrir utan Alþingishúsið kl. 18 á morgun. Mótmælin eru til stuðnings mótmælum sem standa nú yfir á Spáni, en fyrirmynd að þeim er m.a. sótt til búsáhaldabyltingarinnar á Íslandi.
Eins og fram kom í frétt á mbl.is fyrr í dag hefur Ísland verið nokkuð áberandi í mótmælum á Spáni undanfarna daga, en fólk þar í landi mótmælir hvernig kreppan bitnar á almenningi. Gríðarlegt atvinnuleysi er á Spáni eða um 20% sem hefur víðtæk áhrif á kjör fólks og möguleika þess að standa við skuldbindingar sínar.
Nokkrir mótmælenda á Spáni hafa veifað íslenska fánanum og vísað þannig til mótmælanna á Íslandi.