Álverið á leiðinni

Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra.
Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra. mbl.is/Ómar

Jó­hanna Sig­urðardótt­ir for­sæt­is­ráðherra seg­ir tekið að létta til í efna­hags­lífi lands­ins. Þá seg­ir hún fyr­ir­hugaðar ál­vers­fram­kvæmd­ir í Helgu­vík í rétt­um far­vegi. Þetta kom fram í fram­sögu henn­ar á fundi sam­fylk­ing­ar­manna í Reykja­nes­bæ í morg­un.

Ey­steinn Eyj­ólfs­son, bæj­ar­full­trúi Sam­fylk­ing­ar­inn­ar í Reykja­nes­bæ, sat fund­inn sem fór fram í húsi sam­fylk­ing­ar­manna að Vík­ur­braut 13 í Reykja­nes­bæ. Hann lýs­ir fund­in­um svo: 

„Þetta er síðasti fund­ur­inn í tíu funda röð sem þing­menn Suður­kjör­dæm­is eru bún­ir að vera með á veg­um Sam­fylk­ing­ar­inn­ar um allt kjör­dæmið. Þetta hafa verið fjör­ug­ir og fjöl­sótt­ir fund­ir. Við vor­um með fullt hús hjá okk­ur í morg­un.

For­sæt­is­ráðherra slóst í för með okk­ur á síðasta fund­in­um og var með fram­sögu þar sem hún fór yfir ár­ang­ur rík­is­stjórn­ar­inn­ar og hvað væri fram und­an. Hún fór líka yfir at­vinnu­mál­in á Suður­nesj­um og þær aðgerðir sem voru ákv­arðaðar á rík­is­stjórn­ar­fund­in­um [á Suður­nesj­um] í byrj­un nóv­em­ber og búið er að ljúka við eða eru í ferli. Þá reifaði for­sæt­is­ráðherra stöðu mála í stóru at­vinnu­verk­efn­un­um á Suður­nesj­um; ál­ver­inu í Helgu­vík, kís­il­ver­inu og gagna­ver­inu á Ásbrú."

Fram kom í máli henn­ar að hún er bjart­sýn á fram­gang verk­efn­is­ins í Helgu­vík. Hún und­ir­strikaði mik­il­vægi þess fyr­ir at­vinnu­sköp­un, ekki aðeins á Suður­nesj­um held­ur fyr­ir hag­vöxt­inn í land­inu. Menn bíða eft­ir niður­stöðu samn­ingaviðræðna, eða gerðardóms­ins,“ seg­ir Ey­steinn og vís­ar til stöðu fyr­ir­hugaðra ál­vers­fram­kvæmda.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert