Aska farin að falla í byggð

Greinilegt öskufall er úr gosmekkinum.
Greinilegt öskufall er úr gosmekkinum. mbl.is/Jónas Erlendsson

Aska er farin að falla í byggð í nágrenni Vatnajökuls. Bjarni Steinþórsson, bóndi á Kálfafelli í segir að öskufallið sé ekki mikið enn sem komið er. „En snjórinn er að dökkna," sagði hann og reiknar með öskufalli í kvöld og nótt.

Bjarni segir að framhaldið ráðist nokkuð af vindátt, en það er nánast logn við gosstöðvarnar. 

Jónas Erlendsson, bóndi í Fagradal í Mýrdal, fór í kvöld austur til að taka myndir af gosinu. Hann segir greinilegt að talsvert öskufall sé úr gosmekkinum. Hann segir að mökkurinn sé gríðarlega hár. Aska rigni úr mekkinum bæði til suðurs og norðurs vegna þess hvað vindur sé hægur.

mbl.is/Jónas Erlendsson
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert