Aska farin að falla í byggð

Greinilegt öskufall er úr gosmekkinum.
Greinilegt öskufall er úr gosmekkinum. mbl.is/Jónas Erlendsson

Aska er far­in að falla í byggð í ná­grenni Vatna­jök­uls. Bjarni Steinþórs­son, bóndi á Kálfa­felli í seg­ir að ösku­fallið sé ekki mikið enn sem komið er. „En snjór­inn er að dökkna," sagði hann og reikn­ar með ösku­falli í kvöld og nótt.

Bjarni seg­ir að fram­haldið ráðist nokkuð af vindátt, en það er nán­ast logn við gosstöðvarn­ar. 

Jón­as Er­lends­son, bóndi í Fagra­dal í Mýr­dal, fór í kvöld aust­ur til að taka mynd­ir af gos­inu. Hann seg­ir greini­legt að tals­vert ösku­fall sé úr gosmekk­in­um. Hann seg­ir að mökk­ur­inn sé gríðarlega hár. Aska rigni úr mekk­in­um bæði til suðurs og norðurs vegna þess hvað vind­ur sé hæg­ur.

mbl.is/​Jón­as Er­lends­son
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert