Vegurinn um Skeiðarársand lokaður

Myndin var tekin í kvöld úr flugvélinni TF-SPA.
Myndin var tekin í kvöld úr flugvélinni TF-SPA. mynd/Andri Orrason


Vegna eldgoss í Grímsvötnum hefur veginum yfir Skeiðarársand verið lokað og er hann vaktaður af lögreglu.

Í tilkynningu frá Almannavörnum segir að gosmökkurinn sé talin vera í 40.000 feta hæð og hefur orðið vart við öskufall á Kirkjubæjarklaustri og fleiri stöðum á Suðurlandi.

„Askan er mjög fín og berst hún til suðausturs. Íbúum á svæðinu er bent á að halda sig innan dyra og kynna sér bækling um öskufall sem hægt er að nálgast á heimasíðu almannavarnadeildarinnar. Bændum er ráðlagt að huga að búsmala allt vestan frá Síðu og austur fyrir Reynivelli.

Bæklingur um öskufall

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert