Einhugur í VG um að styðja stjórnina

Steingrímur J. Sigfússon.
Steingrímur J. Sigfússon. Eggert Jóhannesson

„Þetta er bú­inn að vera mjög góður fund­ur, kraft­mik­ill og vel mætt miðað við árs­tíma. Það á margt lands­byggðarfólk erfitt með að koma á þess­um árs­tíma en engu að síður eru bænd­ur úr fjar­læg­um lands­hlut­um mætt­ir hér til að leggja sitt af mörk­um,“ seg­ir Stein­grím­ur J. Sig­fús­son, formaður VG.

Flokks­ráðsfund­ur VG í Reykja­vík hófst í gær og lýk­ur síðari deg­in­um um há­deg­is­bilið í dag. 

En tel­ur Stein­grím­ur að þau sár sem opnuðust í flokkn­um við brott­hvarf þre­menn­ing­anna, Atla Gísla­son­ar, Ásmund­ar Ein­ars Daðason­ar og Lilju Móses­dótt­ur, séu að gróa?

„Brott­hvarf þeirra hef­ur komið við sögu í álykt­un­um og í ræðum sumra fund­ar­gesta eins og til dæm­is frá Suður­landi Marg­ir ræðumenn hafa tekið fram að þeim finnst and­rúms­loftið mild­ara og stemn­ing­in jafn­vel betri en til dæm­is í nóv­em­ber. Það er held­ur bjart yfir mönn­um mundi ég segja.

Auðvitað er þetta búið að vera erfitt en ég heyri það hjá lang­flest­um, meðal ann­ars í ræðum, að menn ætla ekk­ert að láta það trufla sig of mikið held­ur að þétta raðirn­ar og halda ótrauðir áfram í bar­átt­unni. Það eru líka skila­boðin sem við fáum frá kjör­dæm­is­ráðum, svæðis­fé­lög­um, bæj­ar­mála­fé­lög­um og öðrum grunn­ein­ing­um flokks­ins að fólk styður þessa rík­is­stjórn og vill að hún haldi áfram.“

- Þú sérð þá sem formaður flokks­ins ekk­ert að van­búnaði með að þið getið haldið áfram í stjórn­ar­sam­starf­inu á þeirri braut sem lögð hef­ur verið?

„Nei. Við fáum mikla hvatn­ingu til að gera það og þá för­um við ekki að gef­ast upp. Og eins og ég sagði í minni ræðu væri allra síst ástæða að gera það núna þegar bet­ur er farið að horfa eft­ir langa og stranga bar­áttu í tvö ár og fjóra mánuði,“ seg­ir Stein­grím­ur.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert