„Ekki hjá venjulegu fólki“

Úr Kringlunni.
Úr Kringlunni. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Það hef­ur orðið mik­ill eigna­bruni, ekki samt hjá venju­legu fólki,“ sagði Stein­grím­ur J. Sig­fús­son fjár­málaráðherra á flokks­ráðsfundi VG í Reykja­vík í gær en staða efna­hags­mála bar þá á góma.

Fram kem­ur í álykt­un fund­ar­ins um stuðning við rík­is­stjórn­ina að stuðning­ur við skuld­sett heim­ili með vaxta­bót­um sé liður í efna­hags­legri viðreisn lands­ins. Þannig stend­ur þar orðrétt:

„Stór­auk­in fram­lög til vaxta­bóta upp á 36 millj­arða króna sam­tals árin 2011 og 2012 handa skuld­sett­um heim­il­um ásamt aukn­um kaup­mætti vegna kjara­samn­inga eru mik­il­væg­ar­ar vörður á leið lands­ins frá efna­hags­hrun­inu 2008.

Nú skipt­ir miklu að ljúka samn­ing­um við op­in­bera starfs­menn og tryggja að vinna und­an­far­inna tveggja ára skili sér í áfram­hald­andi ár­angri á síðari hluta kjör­tíma­bils­ins,“ seg­ir í álykt­un­inni.

Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri grænna.
Stein­grím­ur J. Sig­fús­son, formaður Vinstri grænna.
mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert