Eldingar í gosmekkinum

Myndin var tekin í kvöld úr flugvélinni TF-SPA.
Myndin var tekin í kvöld úr flugvélinni TF-SPA. mynd/Andri Orrason

Flug­fé­lagið Ern­ir flaug yfir Grím­svötn í kvöld með vís­inda­menn á veg­um Al­manna­varna. Flug­vél Land­helg­is­gæsl­unn­ar er biluð og verður ekki flug­hæf fyrr en eft­ir helgi. Eld­ing­ar eru í gosmekk­in­um.

Orri Ei­ríks­son verk­fræðing­ur flaug í kvöld upp að eld­stöðvun­um. Hann sagði að mik­ill kraft­ur hefði verið í gos­inu. Eld­ing­ar hefðu verið í mekk­in­um. M.a. hefði hann séð eld­ing­ar stinga sér úr mekk­in­um niður í jök­ul­inn í 30-40 km fjar­lægð frá Grím­svötn­um þar sem gýs.

Orri hef­ur oft skoðað eld­gos úr flug­vél­um og sagði að þetta gos væri ekki  minna en þegar Eyja­fjallagosið var stærst. Hann sagði að mik­il aska væri í mekk­in­um. Efst uppi væri vestanátt og sú aska sem þangað næði féll á Kirkju­bæj­arklaustri og Suður­sveit. Neðar í mekk­in­um væri norðan­gola og því mætti bú­ast við ösku­falli í Þórs­mörk og Land­manna­laug­um.

Reyn­ir Ein­ars­son,  flug­stjóri hjá Icelanda­ir, sendi mbl.is skeyti í kvöld og sagðist hafa flogið yfir Vatna­jök­ul í 40 þúsund feta hæð, en gos­mökk­ur­inn væri í 50-55 þúsund feta hæð yfir gosstöðvum.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert