Gos að hefjast i Grímsvötnum

Mökkurinn sást vel frá Laugarvatni í kvöld.
Mökkurinn sást vel frá Laugarvatni í kvöld. mbl.is/GSH

Allt bendir til þess að eldgos sé að hefjast við Grímsvötn. Greinilegur gosórói kom fram á mælum Veðurstofunnar um kl. 18. „Það bendir allt til þess að það sé að hefjast eldgos á þessu svæði,“ sagði Hjörleifur Sveinbjörnsson jarðfræðingur á Veðurstofunni.

Hjörleifur sagði að óróinn kæmi fram á mælum Veðurstofunnar víða um land og bæri þess öll merki að gos væri hafið. „Þetta er dæmigerð gosóróahegðun.“

Jarðfræðingar hafa búist við gosi í Grímsvötnum allt þetta ár og því kemur gosið ekki á óvart. Hjörleifur sagðist ekki hafa nákvæmar upplýsingar um hversu mikið vatn væri í sigkatlinum í Grímsvötnum. Hann sagði að búast mætti við flóði niður á Skeiðarársand í kjölfar goss. Menn ættu hins vegar eftir sjá að betur staðsetninguna á gosinu áður en hægt væri að meta hvenær jökulflóð hefst.

Hjörleifur sagði að búið væri að virkja viðbúnaðarkerfi. „Það er allt farið í gang eins og um gos sé að ræða. Það er búið að senda viðvörun út til Englands þannig að flugrekendur geti breytt flugi.“

Tilkynning barst frá Almannavörnum um kl. 19. Þar segir: „Nú á sjöunda tímanum í kvöld komu fram merki á jarðskjálftamælum um að eldgos gæti verið að hefjast eða er hafið í Grímsvötnum í Vatnajökli.
Samhæfingarstöðin í Skógarhlíð hefur verið vikjuð vegna þessa. Frekari upplýsingar verða gefnar um  leið og þær berast.“

Kortið sýnir að jarðskjálftar komu fram á mælum um allt …
Kortið sýnir að jarðskjálftar komu fram á mælum um allt land.
Línuritið sýnir að um kl. hófst gosórói við Grímsvötn.
Línuritið sýnir að um kl. hófst gosórói við Grímsvötn.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert