Gosið i heimsfréttunum

Mökkurinn sést víða af Suðuarlandi.
Mökkurinn sést víða af Suðuarlandi. mynd/Halldóra K. Unnarsdóttir

Frétt­in um eld­gosið í Grím­svötn­um hef­ur í kvöld birst víða um heim. Marg­ir miðlar eru með hana sem efstu frétt. Evr­ópu­bú­ar fylgj­ast vel með frétt­um af eld­gos­um á Íslandi eft­ir að gosið í Eyja­fjalla­jökli stöðvaði nán­ast alla flug­um­ferð í Evr­ópu í fyrra­sum­ar.

Rösk­un­in á flug­um­ferð í fyrra er sú mesta í Evr­ópu síðan í seinni heimstyrj­öld­inni og kostaði flug­fé­lög gríðarlega fjár­muni.

Strax og gosið hófst sendi Veður­stofa Íslands upp­lýs­ing­ar til Bret­lands en þar er Evr­ópska flug­um­ferðar­stjórn­in staðsett sem tek­ur ákvörðun um lok­un svæða.

Ákvörðun um lok­un svæða fyr­ir flug­um­ferð ræðst m.a. af vindátt, hversu mikið af ösku berst upp í háloft­in og gerð ösk­unn­ar.

Ný­lega birtu dansk­ir og ís­lensk­ir vís­inda­menn niður­stöður viðamik­ill­ar rann­sókn­ar á áhrif­um ösk­unn­ar úr Eyja­fjalla­jökli á flug­vél­ar. Niður­stöður rann­sókn­ar­inn­ar voru að full ástæða hefði verið að banna flug­um­ferð vegna goss­ins. Gos­efn­in hefðu náð mik­illi hæð og gerð ösk­unn­ar hefði verið með þeim hætti að hún gæti grandað flug­vél­um ef mikið af ösku bær­ist inn í hreyfla flug­vél­ar.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert