Jón og Þórólfur gefa álit


Hagfræðingarnir Jón Steinsson, aðstoðarprófessor við Columbia-háskóla í Bandaríkjunum, og Þórólfur Matthíasson, prófessor við Háskóla Íslands, hafa verið fengnir til að rita greinargerðir um frumvarp Jóns Bjarnasonar til laga um stjórn fiskveiða.

Þegar leitað var staðfestingar á þessu í forsætisráðuneytinu í gær fengust þær upplýsingar frá ráðuneytissstjóra, Ragnhildi Arnljótsdóttur, að fyrirspurninni væri rétt að beina til viðeigandi ráðuneytis, sem væri sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytið. Þar könnuðust starfsmenn hins vegar ekki við að hafa fengið hagfræðingana tvo til starfans.

Jón Bjarnason skipaði nýlega starfshóp undir forystu hagfræðingsins Axels Hall, til að meta hagræn áhrif frumvarpsins, eins og áður hefur verið greint frá. Sá hópur mun skila skýrslu í byrjun júní.

„Ég var beðinn um að skrifa álitsgerð um frumvarpið sjálft. Ég hef gert það, skrifað um mitt persónulega álit út frá minni sérþekkingu,“ sagði Þórólfur Matthíasson í samtali við Morgunblaðið í gær.

Þórólfur kvaðst þá þegar hafa skilað áliti sínu til forsætisráðuneytisins, sem hefði beðið hann um að skrifa greinargerðina.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert