Mikið öskufall á Klaustri

Gosmökkurinn náði um 40 þúsund feta hæð í kvöld.
Gosmökkurinn náði um 40 þúsund feta hæð í kvöld. mynd/Andri Orrason

Tals­vert mikið ösku­fall hef­ur verið á Kirkju­bæj­arklaustri í kvöld. Hjör­leif­ur Svein­björns­son, jarðfræðing­ur á Veður­stofu, seg­ir að bú­ast megi við  ösku­falli áfram í nótt. Hann seg­ir að ask­an sé mun gróf­ari en ask­an sem féll í gos­inu í Eyja­fjalla­jökli.

Hjör­leif­ur sagði að ekki hefðu orðið mikl­ar breyt­ing­ar á gos­inu frá því það hófst að öðru leyti en því að aska væri far­in að falla í byggð. Hann sagðist hafa heyrt frá íbúa á Klaustri sem leist ekki á það sem væri að ger­ast. Mikið ösku­fall er líka í Suður­sveit.

Hjör­leif­ur sagði að gosið væri basalt­gos. Það væri já­kvætt því ask­an væri ekki eins fín og í gos­inu í Eyja­fjalla­jökli. Hann sagðist ekki hafa trú á að ask­an ætti eft­ir að dreifast eins víða og ask­an frá Eyja­fjalla­jökli sem var ein­stak­lega fín og barst hratt upp í háloft­in. Hjör­leif­ur efaðist um að þessi aska ætti eft­ir að hafa áhrif á flug­um­ferð.

Hjör­leif­ur sagði að flest benti til að gosið væri á mjög svipuðum stað og eld­gosið í Grím­svötn­um árið 2004. Hann sagði að aðdrag­andi goss­ins væri stutt­ur. Eng­in merki um gos hefðu sést á mæl­um kl. 17 þegar Hjör­leif­ur ætlaði að fara að und­ir­búa sig til að fara heim af vakt­inni. Kl. 17:30 sáust merki um gos og kl. 18 voru jarðvís­inda­menn nokkuð viss­ir um að gos væri hafið. Um kl. 19 sást gos­mökk­ur­inn úr byggð.

Hjör­leif­ur sagði að eld­stöðin hefði greini­lega ekki þurft að bræða af sér mik­inn ís því að mökk­ur­inn hefði mjög fljót­lega kom­ast uppí háloft­in.

Eld­gosið sást víða um land í kvöld og m.a. sást mökk­ur­inn úr Reykja­vík.

Vef­mynda­vél Mílu frá Jök­uls­ár­lóni

Öskufall er í Suðaursveit.
Ösku­fall er í Suðaur­sveit. mynd/​Elva Björg Elvars­dótt­ir
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert