Mökkurinn náði um 20 þúsund feta hæð

Mökurinn sést vel frá Kirkjubæjarklaustri.
Mökurinn sést vel frá Kirkjubæjarklaustri. Sigurlaug Linnet

Gosmökkurinn náði 18- 20.000 feta hæð samkvæmt mælingu sem flugvél sem var á leið frá Akureyri til Reykjavíkur gerði í kvöld. Mökkurinn hefur í kvöld sést allt frá Egilsstöðum til Selfoss.

Í tilkynningu frá Veðurstofunni segir að um klukkan 17:30 í dag hafi tekið að mælast aukinn órói með upptök í eða nálægt Grímsvötnum. 

Ekki er gert ráð fyrir að vatn það sem bráðna mun vegna eldsumbrotanna muni ná til byggða fyrr en í fyrsta lagi í fyrramálið og er þá miðað við hvernig þetta var í byrjun goss 1998. Vísindamenn eru nú á leið í flug yfir gosstöðvarnar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka