Sér batamerki í hagkerfinu

Úr Smáralind í Kópavogi.
Úr Smáralind í Kópavogi. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Ný­af­staðnir kjara­samn­ing­ar kunna að auka um­svif­in í hag­kerf­inu og þar með leiða til meiri hag­vaxt­ar á ár­inu en gert hef­ur verið ráð fyr­ir í hagspám. Þetta seg­ir Stein­grím­ur J. Sig­fús­son fjár­málaráðherra en hann lýs­ir jafn­framt yfir þeirri skoðun sinni botn­in­um sé náð í efna­hags­mál­um.

Stein­grím­ur fór yfir stöðu efna­hags­mála á flokks­ráðsfundi VG í Reykja­vík í gær, föstu­dag, og gaf kost á stuttu viðtali á milli dag­skrárliða. Hann dreg­ur efni ræðu sinn­ar og rök­in fyr­ir því að landið sé að rísa sam­an svo:

„Ég fór yfir það og rök­studdi mitt mál í þeim efn­um. Ég vísaði til ótal vís­bend­inga um það og ég held að það standi fyr­ir sínu. Ég tók auðvitað fram að það mætti ekki skilja það svo að ég væri þar með að segja að öll vanda­mál væru leyst og allt væri komið í himna­lag. Það er auðvitað ekki svo.

Ég held við eig­um að láta það eft­ir okk­ur að gleðjast yfir bata­merkj­un­um sem við sjá­um um leið og við erum raun­sæ á það að glím­unni er ekki lokið. Við erum áfram að kljást við og vinna okk­ur út úr mikl­um erfiðleik­um.“

Ger­ir sér von­ir um meiri hag­vöxt

- Hver eru skýr­ustu merk­in um að okk­ur sé farið að ganga bet­ur?

„Ég myndi í fyrsta lagi segja að all­ar hagspár ganga út á hag­vöxt á þessu ári, svona tvo og hálft pró­sent, plús, mín­us. Ég geri mér von­ir mun um að spár muni hækka frek­ar þegar menn meta áhrif kjara­samn­inga sem ég hygg að þýði auk­in um­svif í efna­hags­mál­um.

Síðan er at­vinnu­leysi þrátt fyr­ir allt að láta und­an síga. Það er að mæl­ast 0,8-0,9 pró­sent­um minna á hverj­um mánuði held­ur en fyr­ir ári. Við sjá­um merki um aukna einka­neyslu. Það er að lifna yfir fast­eigna­markaði. Við sjá­um miklu fleiri ný­skrán­ing­ar bíla. Við sjá­um landið vera að fyll­ast af ferðamönn­um. Við erum að horfa fram á afla­aukn­ingu, von­andi, hjá viss­um stofn­um. Það lít­ur vel út með loðnu­vertíð.

Það eru góðar horf­ur fram und­an með þorskinn. Það er búið að auka kvóta í karfa. Þannig að það er held­ur að birta yfir sjáv­ar­út­veg­in­um og er hann þó kraft­mik­ill um þess­ar mund­ir.“

- Er botn­in­um náð?

„Já. Ég er al­veg sann­færður um að það erfiðasta er að baki. Það birt­ir alltaf yfir þegar maður veit að hlut­irn­ir eru farn­ir að þró­ast í rétta átt. Þetta verður auðvitað áfram heil­mik­il glíma og við erum ekki kom­in í land með hluti sem við þurf­um áfram að tak­ast á við, eins og að ná að gera rík­is­fjár­mál­in, op­in­ber fjár­mál, sjálf­bær á næstu miss­er­um. Það verður áfram glíma. Í það heila tekið er þetta að lang­mestu leyti að þró­ast í rétta átt,“ sagði Stein­grím­ur.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka