Þúsundir fylgdust með sýningunni

00:00
00:00

Nokk­ur þúsund manns fylgd­ust í dag með hálofta­sýn­ing leik­hóps­ins Fura dels Baus á Aust­ur­velli. Hóp­ur­inn er frá Katalón­íu. Vöktu list­ir hans aðdáun gesta, en sýn­ing­in er hluti af Lista­hátíð sem hófst í gær.

Hluti af sýn­ing­unni voru atriði sem fóru fram allt að fimm­tíu metr­um yfir höfðum áhorf­enda, sem er tölu­vert hærra en bygg­ing­arn­ar við Aust­ur­völl eru.

Flugyf­ir­völd breyttu venju­leg­um flug­leiðum yfir miðborg­inni vegna mik­ill­ar hæðar atriðanna. Yfir sex­tíu ís­lensk­ir sjálf­boðaliðar úr hóp­um; dans­ar­ar, sirk­us- og íþrótta­fólk tók þátt í sýn­ing­unni með hópn­um. 

La Fura dels Baus er stór­veldi í heimi sviðslist­anna sem hef­ur sýnt fyr­ir millj­ón­ir áhorf­enda um víða ver­öld. Ögrandi og kraft­mikl­ar sýn­ing­ar þeirra hreyfa við áhorf­end­um og halda þeim heltekn­um frá fyrstu mín­útu. Þessi fram­sækni fjöll­ista­hóp­ur spratt upp fyr­ir þrjá­tíu árum sem götu­leik­hús í Barcelona og vakti strax heims­at­hygli fyr­ir ein­stak­ar aðferðir sín­ar og sér­stæða fag­ur­fræði. Hóp­ur­inn flutti opn­un­ar­atriði á Ólymp­íu­leik­un­um í Barcelona árið 1992 og hef­ur síðan sett upp leik­sýn­ing­ar, óper­ur og úti­atriði með sín­um hætti þar sem all­ir miðlar koma sam­an: leik­hús, rokk­tónlist, loft­fim­leik­ar, kvik­mynd­ir og dans. Stíll þessi á fjölda dyggra aðdá­enda um víða ver­öld og hef­ur haft mik­il áhrif á sviðslista­fólk um all­an heim. Aðferðir þeirra eru kennd­ar við þau og kallaðar „Fur­an tungu­málið“. 

La Fura dels Baus ferðast stöðugt með verk sín og legg­ur mikla áherslu á sam­starf við heima­menn á viðkom­andi stað og virka þátt­töku al­menn­ings.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert