Torg á Mallorca kallast nú Íslandstorg

Íslenski fáninn í öndvegi.
Íslenski fáninn í öndvegi. mynd/Emil Ólafsson

Aðal­torg Pálma­borg­ar á Mall­ora, Spán­ar­torg, hef­ur fengið nýtt nafn því mót­mæl­end­ur á eyj­unni hafa nefnt það Ísland­s­torg.

Mót­mæl­end­ur hafa einnig komið fyr­ir ís­lenska fán­an­um í hend­ur styttu af Jaume I sem var fyrsti kon­ung­ur Baelersku eyj­anna. Ástæðan fyr­ir þessu er að mót­mæl­end­ur sem gagn­rýna úrræðal­eysi stjórn­valda í at­vinnu­mál­um og niður­skurði í vel­ferðar­kerf­inu líta búsáhalda­bylt­ing­una á Íslandi sem for­dæmi. At­vinnu­leysi á Spáni er yfir 20% og um 45% ungs fólks er án vinnu.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert