Aðaltorg Pálmaborgar á Mallora, Spánartorg, hefur fengið nýtt nafn því mótmælendur á eyjunni hafa nefnt það Íslandstorg.
Mótmælendur hafa einnig komið fyrir íslenska fánanum í hendur styttu af Jaume I sem var fyrsti konungur Baelersku eyjanna. Ástæðan fyrir þessu er að mótmælendur sem gagnrýna úrræðaleysi stjórnvalda í atvinnumálum og niðurskurði í velferðarkerfinu líta búsáhaldabyltinguna á Íslandi sem fordæmi. Atvinnuleysi á Spáni er yfir 20% og um 45% ungs fólks er án vinnu.