„Algjörlega ófært yfir Skeiðarársand“

Það er ekki bjart yfir björgunarsveitarmönnum sem voru í svörtu …
Það er ekki bjart yfir björgunarsveitarmönnum sem voru í svörtu öskuskýi í morgun. mbl.is/Jónas Erlendsson

Ætla má að ferðamenn sem nú eru staddir í Öræfasveit muni halda til síns heima síðar í dag og fara þá norðurleiðina til Reykjavíkur. „Hér er mikið öskufall og algjörlega ófært yfir Skeiðarársand,“ sagði Pálína Þorsteinsdóttir ferðaþjónustubóndi og skólastjóri á Svínafelli í Öræfum í samtali við Mbl.is nú á ellefta tímanum.

„Hér er liggur öskuský yfir, allt grámyglulegt að sjá og skyggnið er varla nema um einn kílómetri. Stundum léttir þó til og snemma í morgun töldum við okkur hafa séð sólina. Aðeins kom svo skíma um sjö leytið í morgun og þá töldum við okkur hafa séð sólina,“ segir Pálína.

Á Svínsfelli er margbýlt og allstór fjárbú. Strax í gærkvöldi var hafist handa við að ná fé á hús, rétt eins og dýralæknar hafa ráðlagt bændum að gera. „Við fundum til það sem tiltækt var; klúta og vinnugleraugu og fórum að smala fénu saman,“ segir Pálína og bætir við að fyrri Grímsvatnagosum hafi ekki fylgt öskufall í Öræfasveit.

Bíl ekið á þjóðvegi eitt skammt frá Kirkjubæjarklaustri í morgun.
Bíl ekið á þjóðvegi eitt skammt frá Kirkjubæjarklaustri í morgun. Reuters
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert