Aska til Bretlandseyja á þriðjudag?

Gosmökkurinn frá Grímsvötnum.
Gosmökkurinn frá Grímsvötnum. Reuters

Veðurfræðingar segja, að öskuský frá Grímsvötnum gæti farið inn í breskt og danskt loftrými á þriðjudag ef ekkert lát verður á gosinu.

Danska blaðið Berlingske hefur á vef sínum eftir Søren Brodersen, sérfræðingi hjá dönsku veðurstofunni, að haldi gosið áfram með svipuðum krafti og nú er gæti öskuskýið náð inn í danskt loftrými á þriðjudag.

Reutersfréttastofan segir, að samkvæmt fimm daga veðurspám gæti aska frá Grímsvatnagosið farið yfir norðurhlut Skotlands og hluta af Bretlandi, Frakklandi og Spáni á þriðjudag.

Sænska blaðið Dagens Nyheter hefur eftir Reyni Böðvarssyni, eldfjallasérfræðingi, að haldi gosið áfram með sama krafti og í dag gætu orðið truflanir á flugi í Evrópu í vikunni. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert