Evrópska stofnunin EUROCONTROL, sem fer með öryggismál í evrópskri flugumferð, segir að ekkert bendi til þess að gosið í Grímsvötnum hafi áhrif á flugumferð í Evrópu næsta sólarhringinn að minnsta kosti.
Stofnunin segir að flugrekendum sé haldið upplýstum um stöðu mála.
Keflavíkurflugvöllur er hins vegar lokaður vegna áhrifa eldgossins og því hefur flug Icelandair síðdegis
og í kvöld verið fellt niður. Ekkert innanlandsflug er heldur hér á landi.