Tún sem á laugardaginn voru orðin græn eru nú öskugrá. Bændur á Suðurlandi reyna nú að takast á við ástandið. Björgvin Harðarson, bóndi á Hunkubökkum, segist fyrirfram ekki hafa trúað því að ástandið gæti orðið svona.
Björgvin sagði að gosið í Eyjafjallajökli hefði verið bara sýnishorn af því sem menn á þessu svæði væru að upplifa núna. Björgvin hefur í dag verið að smala lambfé og koma því í hús.