Hugað að búsmalanum

Feðgarnir Þórarinn Eggertsson og Oddur Þórarinsson í Hraungerði í Álftaveri …
Feðgarnir Þórarinn Eggertsson og Oddur Þórarinsson í Hraungerði í Álftaveri huga að fé í dag. mbl.is/Eggert

Bændur á Suðausturlandi hafa í dag hugað að búsmala vegna öskufallsins frá eldgosinu í Grímsvötnum. Hefur fé verið tekið á hús þar sem það er mögulegt eða rekið heim að bæjum.

Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra sagði í dag, að mikilvægt væri að forða skepnum undan öskufalli og hýsa þær eða flytja annað ef mögulegt er. Tryggja þyrfti skepnum á útigangi hreint drykkjarvatn og gefa þeim gott fóður vel og oft.

Gosmökkinn frá eldgosinu lagði í dag yfir byggðirnar sunnan og suðvestan við Vatnajökul, allt frá Vestmannaeyjum og Vík og yfir Kirkjubæjarklaustur og Öræfasveit í austri.

Í fyrstu öskusýnum greindist ekki mikið af eiturefnum, þar á meðal flúor, en askan er glerkennd og getur haft særandi áhrif á slímhimnur í öndunarfærum, meltingarfærum og augum skepna.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert