Hugað að búsmalanum

Feðgarnir Þórarinn Eggertsson og Oddur Þórarinsson í Hraungerði í Álftaveri …
Feðgarnir Þórarinn Eggertsson og Oddur Þórarinsson í Hraungerði í Álftaveri huga að fé í dag. mbl.is/Eggert

Bænd­ur á Suðaust­ur­landi hafa í dag hugað að bús­mala vegna ösku­falls­ins frá eld­gos­inu í Grím­svötn­um. Hef­ur fé verið tekið á hús þar sem það er mögu­legt eða rekið heim að bæj­um.

Al­manna­varna­deild rík­is­lög­reglu­stjóra sagði í dag, að mik­il­vægt væri að forða skepn­um und­an ösku­falli og hýsa þær eða flytja annað ef mögu­legt er. Tryggja þyrfti skepn­um á útigangi hreint drykkjar­vatn og gefa þeim gott fóður vel og oft.

Gos­mökk­inn frá eld­gos­inu lagði í dag yfir byggðirn­ar sunn­an og suðvest­an við Vatna­jök­ul, allt frá Vest­manna­eyj­um og Vík og yfir Kirkju­bæj­arklaust­ur og Öræfa­sveit í austri.

Í fyrstu ösku­sýn­um greind­ist ekki mikið af eit­ur­efn­um, þar á meðal flúor, en ask­an er gler­kennd og get­ur haft sær­andi áhrif á slím­himn­ur í önd­un­ar­fær­um, melt­ing­ar­fær­um og aug­um skepna.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert