Keflavíkurflugvelli lokað

Ákvörðun hefur verið tekin um að loka Keflavíkurflugvelli vegna mikils öskufalls frá gosinu í Grímsvötnum. Lokunin tekur gildi kl. 8:30.

Víðir Reynisson, hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, segir að ákvörðun hafi verið tekin um þetta eftir að menn fengu í hendur öskuspá frá bresku veðustofunni.

Víðir segir líklegt að Reykjavíkurflugvelli verði einnig lokað. Allar flugvélar sem áttu að lenda í Keflavíkurflugvelli í morgun eru lentar. Samkvæmt áætlun áttu tvær vélar að taka á loft fram yfir kl. 9. Óvíst er hvort þær komast allar á loft áður en völlurinn lokast.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert