Öskufall byrjað í Reykjavík

Öskuskýið er stórt í austrinu.
Öskuskýið er stórt í austrinu. mynd/Lifandi mynd

Íbúar aust­ast í Reykja­vík fundu fyr­ir því um kl. 20 í kvöld að aska hafði borist til höfuðborg­ar­inn­ar. Öskumist­ur er í austri sem er að ná til borg­ar­inn­ar.

Vind­átt­in er aust­læg og því berst ask­an frá eld­gos­inu yfir landið. Staðan er þó létt­væg miðað við það sem íbú­ar á Suður­landi hafa mátt þola í dag.

Í at­huga­semd frá veður­fræðingi á Veður­stofu seg­ir að bú­ast megi við tals­verðu ösku­falli all­víða SA-lands og einnig megi gera ráð fyr­ir dá­litlu ösku­falli á Suður­landi og sunn­an til á Faxa­flóa­svæðinu til morg­uns.

Aska er einnig tek­in að falla á Eyjaf­irði eins og sjá  má mynd af disk hjón við Hrafnagil settu út í dag.

Öskuskýið er komið til Reykjavíkur.
Ösku­skýið er komið til Reykja­vík­ur. mbl.is/​Sig­urður Bogi
Öskudiskur í Eyjafirði.
Öskudisk­ur í Eyjaf­irði. mynd/​Jó­hann Ólaf­ur Hall­dórs­son
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert