Öskufall byrjað í Reykjavík

Öskuskýið er stórt í austrinu.
Öskuskýið er stórt í austrinu. mynd/Lifandi mynd

Íbúar austast í Reykjavík fundu fyrir því um kl. 20 í kvöld að aska hafði borist til höfuðborgarinnar. Öskumistur er í austri sem er að ná til borgarinnar.

Vindáttin er austlæg og því berst askan frá eldgosinu yfir landið. Staðan er þó léttvæg miðað við það sem íbúar á Suðurlandi hafa mátt þola í dag.

Í athugasemd frá veðurfræðingi á Veðurstofu segir að búast megi við talsverðu öskufalli allvíða SA-lands og einnig megi gera ráð fyrir dálitlu öskufalli á Suðurlandi og sunnan til á Faxaflóasvæðinu til morguns.

Aska er einnig tekin að falla á Eyjafirði eins og sjá  má mynd af disk hjón við Hrafnagil settu út í dag.

Öskuskýið er komið til Reykjavíkur.
Öskuskýið er komið til Reykjavíkur. mbl.is/Sigurður Bogi
Öskudiskur í Eyjafirði.
Öskudiskur í Eyjafirði. mynd/Jóhann Ólafur Halldórsson
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka