Öskufall í Reykjavík

Öskuskýið á leið til höfuðborgarinnar.
Öskuskýið á leið til höfuðborgarinnar. mynd/Lifandi mynd

Útlit er fyrir öskufall í Reykjavík og á höfuðborgarsvæðinu á morgun, en öskumistrið frá eldgosinu í Grímsvötnum hefur verið að þokast vestur á bóginn í dag. Merki um öskumistur er þegar fárið að sjást við Reykjavík.

Veðurstofan spáir norðlægri og vestlægri átt á morgun. Öskuskýið mun því færast vestur yfir landið.  Íbúar á Selfossi og Hveragerði fundu fyrir öskumistrinu síðdegis í dag.

Mynd sem tekin var frá Vatnsenda sýnir öskumistur yfir Hengilinum.

Íbúi á Akureyri hafði samband við mbl.is í kvöld og sagði að aska hefði sest á bíla þar í bæ.

Öskumistur er yfir Henglinum.
Öskumistur er yfir Henglinum. mynd/Óskar Andri
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert