Senda grímur austur

Öskumistur í Mýrdal.
Öskumistur í Mýrdal. mbl.is/Jónas Erlendsson

Búið er að senda birgðir af grím­ur sem voru á Hvols­velli aust­ur til fólks sem hef­ur mátt þola mikið ösku­fall í morg­un. Veg­ur­inn um Skeiðar­ársand verður áfram lokaður í dag, en skyggni þar er nán­ast ekki neitt.

„Það er ösku­fall frá Mýr­dalss­andi og að Freys­nesi. Þetta fer aðeins fram og til baka eft­ir því hvernig vind­átt­in breyt­ist. Skyggni við Freys­nes var um tíma ekki neitt, en núna sést út á Skeiðar­ársand,“ sagði Víðir Reyn­is­son, hjá al­manna­varna­deild rík­is­lög­reglu­stjóra.

Víðir sagði að fólki fyr­ir aust­an hefði brugðið í morg­un þegar ösku­fallið hófst, en fólk væri al­menn ró­legt. Bænd­ur væru í erfiðri stöðu. Eins væru ferðaþjón­ustuaðilar með tals­vert af gest­um sem þyrfti að sinna.

Víðir sagði að þar sem ösku­falli er verst væri ekk­ert skyggni. „Menn sjá ekki út fyr­ir húddið á bíln­um.“

Í til­kynn­inguy frá Al­manna­vörn­um seg­ir að íbú­ar og ferðamenn á svæðinu séu hvatt­ir til að halda sig inna­dyra og vera ekki á ferðinni á nauðsynja­lausu.  Þeir sem þurfa að vera úti eru hvatt­ir til að nota ryk­grím­ur og hlífðargler­augu. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert