„Strókurinn lægri en í gær“

„Erlendu ferðamönnunum sem ég er með finnst þetta meiriháttar ævintýri“, segir Börkur Hrólfsson, sem var staddur við gosstöðvarnar í gær og flaug yfir svæðið. „Ég á reyndar eftir að segja þeim að þau komast líklega ekki heim á þriðjudaginn en ég er að spá í að bíða með það þar til við komum á einhvern pöbb svo þau geti jafnað sig á fréttunum.“

Börkur flaug ásamt ferðamönnunum frá Reykjavík yfir Kerlingar, en á myndskeiðinu sem fylgir þessari frétt, sjást gosstöðvarnar úr norðaustri um hálf tíuleytið í gærkvöldi. „Það var mjög gott að fljúga þarna yfir, svo fór askan að breiða úr sér. Við sáum allan strókinn en hann var á að giska í 40 þúsund feta hæð. Askan er núna farin að færast meira til vesturs“, segir Hrólfur.

„Ég er staddur á Rangárvöllum núna. Strókurinn er miklu lægri og mér finnst eins og krafturinn sé ekki eins mikill í gosinu“, segir Hrólfur.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert