Útlitið ekki gott með flugið

mbl.is/Jónas Erlendsson

„Eins og staðan er núna og spáin lítur út feykist þetta norður eftir, en ekki í átt að Evrópu eins og síðast og miðað við það hefur þetta minni áhrif á alþjóðlegt flug,"  segir Hjördís Guðmundsdóttir upplýsingafulltrúi Isavia.  Er nú verið að reyna að koma öllum flugvélum frá Keflavík. Hjördís segir stefna í að það takist, en hinsvegar sé útlitið ekki gott með áætlunarflug til landsins í kvöld.

Ákvarðanir um lokanir loftrýmis eru teknar út frá öskuspám alþjóða flugumferðarstofnunarinnar á Bretlandi, sem vinnur úr gögnum frá Veðurstofu Íslands. Hjördís segir að þessi áætlun fari af stað um leið og eldgos hefjist og náin samvinna sé á milli íslensku og bresku stofnananna. Öskuspáin gildir til 6 klukkustunda í senn og hana má sjá hér.

Rauða svæðið táknar öskuna og eins og sjá má á spánni var hún að mestu bundin við suðurhluta Íslands klukkan 6:00 í morgun. „Klukkan 12 verður þetta svæði meira og minna yfir öllu Íslandi," segir Hjördís.  Því er ekki útilokað að loftrými yfir flestum flugvöllum verði lokað. Hjördís segir þó að samkvæmt áætlun sé undirbúningur hafinn til að beina alþjóðlegri flugumferð í aðra landshluta, s.s. um Akureyri, ef það reynist mögulegt þegar á reynir.

Öskuspá bresku flugumferðarstofnunarinnar

Svona verður öskudreifingin yfir landinu kl. 12 á hádegi miðað …
Svona verður öskudreifingin yfir landinu kl. 12 á hádegi miðað við öskuspá alþjóða flugumferðarstofnunarinnar á Bretlandi. Met Office
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert