Upplýsa viðskiptavini um stöðuna

„Við fylgjumst með framvindunni, tökum stöðuna og ákveðum framhaldið síðar í dag,“ segir Guðjón Arngrímsson blaðafulltrúi Icelandair 

Allar ferðir með vélum Icelandair frá Keflavíkur til Evrópu í morgun voru á réttu róli og skv. áætlun. Nú er flugvöllurinn, vegna öskufalls frá Keflavíkurflugvelli, hins vegar lokaður og því alls óvíst með til og frá landinu næstu klukkustundir.

Icelandair vinnur nú að því að upplýsa viðskiptavini um stöðuna og aðstoða vegna breytinga á ferðatilhögun þeirra, meðal annars með því að bóka þá sem eru í tengiflugi milli Evrópu og Norður-Ameríku með öðrum flugfélögum.

Að sögn Guðjóns hafa ekki verið settar upp neinar áætlanir um að flytja áætlunarflugið annað, til dæmis til Akureyrar, eins og gert var í gosinu í Eyjafjallajökli á sl. ári. Ákvarðanir um slíkt verði þó teknar í samræmi við nýjar upplýsingar og stöðuna frá hverjum tíma.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert