Víða þunnt öskulag

Bíl ekið á þjóðvegi eitt skammt frá Kirkjubæjarklaustri í morgun.
Bíl ekið á þjóðvegi eitt skammt frá Kirkjubæjarklaustri í morgun. Reuters

Gríðar­mikið ösku­fall er frá eld­gos­inu í Grím­svötn­um á svæðinu frá Mýr­dalss­andi og aust­ur fyr­ir Freys­nes í Öræf­um. Hins­veg­ar hef­ur borið á ösku víðar á land­inu og ljóst að hún dreif­ist mjög víða. Þannig hef­ur heyrst  af merkj­um um ösku­fall í Reykja­vík, í Borg­ar­f­irði og á Eg­ils­stöðum. 

Víðast sjást merk­in um ösku­fallið í þunnu ryklagi á bíl­um. Þannig kom t.a.m. íbúi á Eg­ils­stöðum, sem ók til vinnu klukk­an 7 í morg­un, aft­ur að bíln­um sín­um þökt­um þunnu lagi af ryki um ell­efu­leytið.  Í Skorra­dal mátti sömu­leiðis sjá þunnt ösku­lag á framrúðu bíla í morg­un og virðist einnig hafa borið á því í Reykja­vík.

Að sögn Veður­stof­unn­ar hef­ur vind­átt­in verið þannig nú upp á síðkastið að ask­an fell­ur hvað mest vest­ur fyr­ir Mýr­dal en einnig ber á ösku­falli norður fyr­ir gosstöðvarn­ar.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert