800 km langur gjóskustraumur

Kortagögn eru frá Landmælingum Íslands en myndgreiningu og kortagerð vann …
Kortagögn eru frá Landmælingum Íslands en myndgreiningu og kortagerð vann Jarðvísindastofnun Háskólans.

Mjög greinilegur gjóskustraumur sést til suðurs og til suðvesturs frá eldstöðinni í Grímsvötnum á MODIS mynd frá NASA, sem var tekin yfir Suðurlandi um hádegið í dag.

Straumurinn er alls um 800 km langur og teygir sig vel á haf út eins og sést á innskotsmyndinni. Þetta segir Ingibjörg Jónsdóttir, landfræðingur hjá Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands.

Nær eldstöðinni sjáist gjóskan ekki vegna hærri skýja. Hún sé hins vegar vissulega til staðar. 

Á kortið er dregin strikalína yfir hugsanlega útbreiðslu aðal gjóskusvæðisins í dag. Ekki er ljóst hve mikill hluti af gjóskunni hefur komið upp í dag og hve mikið er fok vegna gjósku sem féll í gær.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert