Breska veðurstofan spáir því nú að öskuský frá Grímsvötnum verði yfir stærstum hluta Skotlands á morgun og gæti leitt til þess að flugvellir þar lokist. Það fari þó eftir stærð og þykkt skýsins.
Um 50 þúsund manns fara daglega um stærstu flugvelli Skotlands, í Glasgow, Prestwick, Edinborg, Aberdeen og Inverness.