Þrír karlmenn réðust á föstudagskvöld inn í hús við Presthúsabraut á Akranesi og börðu húsráðandann með járnstöngum.
Aðstoð lögreglu var óskað klukkan 21:30 og voru húsráðandinn og ung kona, sem einnig varð fyrir höggum, flutt á sjúkrahús til skoðunar. Húsráðandinn fékk mörg högg, m.a. í höfuðið. Hann var lagður inn til frekari rannsóknar.
Tveir karlmenn voru fljótlega handteknir vegna málsins og sá þriðji um hádegi á laugardag. Þeir voru yfirheyrðir og játuðu verknaðinn. Allir voru vopnaðir járnbareflum sem þeir notuðu við að berja á húsráðandanum.
Lögreglan segir, að ástæða árásarinnar sé á reiki, en muni vera tengd fíkniefnum.
Árásarmennirnir voru allir látnir lausir á laugardagskvöld eftir skýrslutökur og er málið talið upplýst