„Ég hélt að maður væri búinn með kvótann,“

Aska á heyrúllum á Hraungerði í Álftaveri.
Aska á heyrúllum á Hraungerði í Álftaveri. mbl.is/Eggert

„Ég hélt að maður væri bú­inn með kvót­ann,“ sagði Þór­ar­inn Eggerts­son, bóndi í Hraun­gerði í Álfta­veri. Álfta­ver er aust­an við Mýr­dalssand og því í útjaðri ösku­falls­svæðis­ins. Það fékk sinn skammt af ösku­falli í gos­inu í Eyja­fjalla­jökli í fyrra.

Þór­ar­inn var ásamt Oddi syni sín­um að reka sam­an lamb­fé. Sauðburði var að ljúka þegar eld­gosið hófst og búið að sleppa fénu. Þór­ar­inn hef­ur ekki húspláss fyr­ir féð með lömb­um, og því var reynt að þrengja sem mest að því við hús­in í gær og gefa nóg hey og vatn.

Öfunda Norðlend­inga af snjón­um

Þótt meira ösku­fall hafi verið und­ir Eyja­fjöll­um fengu bænd­ur í Álfta­veri sinn skammt í fyrra. Þeir hafa verið að kljást við af­leiðing­ar þess í vet­ur. „Það var mikið ryk í hey­inu. Það var gróft og ólyst­ugt,“ sagði Þór­ar­inn. Eitt­hvað var um að rykið færi illa í skepn­ur, sér­stak­lega naut­gripi, en það lagaðist venju­lega á tveim­ur til þrem­ur dög­um þegar þeim var gefið ryk­frítt hey úr fyrn­ing­um fyrra árs.

„Nú er lítið til af ösku­frí­um fyrn­ing­um,“ sagði Þór­ar­inn. „Við höfðum orð á því feðgarn­ir áðan að nú öf­unduðum við Norðlend­inga af snjón­um. Hretið geng­ur þó yfir og snjór­inn hverf­ur þegar hlýn­ar,“ sagði Þór­ar­inn.

Þótt dag­ur­inn í gær hafi verið erfiður hafði Þór­ar­inn þó meiri áhyggj­ur af næstu mánuðum. Hann rifjaði upp að Grím­s­vatnagosið 1873 hefði staðið í sjö mánuði. „Ef við lend­um í slíku gosi verðum við í miklu basli í sum­ar,“ sagði hann og leyn­ir því ekki að hon­um þyki þetta uggvæn­leg til­hugs­un.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert