Hvasst undir Eyjafjöllum

Öskumistur á Suðausturlandi.
Öskumistur á Suðausturlandi. mbl.is/Ernir

Al­manna­varna­deild rík­is­lög­reglu­stjóra seg­ir að tals­vert ösku­fall hafi verið í dag, suður og suðvest­ur af Vatna­jökli. Þá hafi mikið sand­fok verið und­ir Eyja­fjöll­um á köfl­um nú und­ir kvöld. Hvasst og mikl­ir streng­ir.

Öskumist­ur hafi verið víða land­inu, en ösku­mökk­ur­inn hafi verið í 3 - 6 km hæð í dag.

Bent er á að hægt sé að fylgj­ast með svifryki á  nokkr­um stöðum á land­inu á vefsíðunni  http://​kort.vista.is/ og fyr­ir Reykja­vík á www.reykja­vik.is 

Al­manna­varn­ir segja að veg­ur­inn frá Vík í Mýr­dal að Freys­nesi sé ennþá lokaður af ör­ygg­is­ástæðum, en þar hafi verið dimmt og lítið skyggni í dag, sér­stak­lega í ná­grenni við Kirkju­bæj­arklaust­ur. 

Al­manna­varna­yf­ir­völd á Klaustri hafi verið í sam­bandi við íbú­ana þar og á bæj­un­um þar í kring og hugað að fólki. Íbúa­fund­ur hafi verið í dag í Hofg­arði í Öræf­um.

Björg­un­ar­sveit­ir Slysa­varna­fé­lags­ins Lands­bjarg­ar hafa aðstoðað við að flytja fólk inn­an svæðis­ins í dag. Þá hafa birgðir af vatni í neyslu­um­búðum hafa verið send­ar aust­ur.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka