„Það er kolniðamyrkur úti og skyggni ekki nema um 4 metrar,“ segir Anna Guðrún Jónsdóttir starfsmaður í móttöku Hótel Laka, Efri-Vík.
„Það var myrkur í gærmorgun en birti til um kl. 13 og var bjart það sem eftir lifði dags. Um kvöldið var loftið orðið nokkuð gott og sást í bláan himinn,“ segir Anna.
„Upp úr miðnætti var farið að dimma aftur og kl. 6 í morgun varð allt svart. Maður fer ekkert út nema út í bíl í bráðri nauðsyn.“
Nokkrir erlendir gestir eru á hótelinu. „Þeim finnst þetta bara spennandi og finnst gott að hafa þak yfir höfuðið,“ segir Anna. Þeir vonist þó til að geta haldið áfram fljótlega.