Kynferðisbrot gegn þroskahömluðum manni

mbl.is/Þorkell

Héraðsdóm­ur Reykja­vík­ur hef­ur dæmt karl­mann í 18 mánaða fang­elsi fyr­ir kyn­ferðis­brot sem hann framdi gegn þroska­hömluðum manni. Maður­inn var einnig dæmd­ur til að greiða mann­in­um, sem hann braut gegn, 600 þúsund krón­ur í bæt­ur.

Maður­inn var fund­inn sek­ur um að hafa losað um föt hins manns­ins og fróað hon­um. Sá hafi ekki getað spornað við hátt­sem­inni sök­um and­legr­ar og lík­am­legr­ar fötl­un­ar.

Sá sem fyr­ir brot­inu varð er á sam­býli en hinn maður­inn kom þangað í heim­sókn í janú­ar á síðasta ári.  Hann neitaði sök en dóm­ur­inn taldi  sekt hans sannaða.

Fram kem­ur í niður­stöðu héraðsdóms að maður­inn sé sak­hæf­ur og þrátt fyr­ir mikla lík­am­lega fötl­un sé það mat dóms­ins að ekk­ert hafi komið fram í mál­inu sem bendi til þess að hann sé and­lega skert­ur á nokk­urn hátt.  Brotaþoli sé hins veg­ar veru­lega skert­ur.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert