Loftrýmið opnist í dag

Góðar líkur eru á því að flugvellir á suðvesturhorninu verði opnaðir sídegis eða í kvöld, segir Hjördís Guðmundsdóttir, upplýsingafulltrúi Isavia.

Einnig eru taldar líkur á því að Akureyrarflugvöllur verði opnaður upp úr hádegi en engar ákvarðanir hafa verið teknar um hvort millilandaflug verði flogið frá Akureyri.

Þessar vonir miða við að nýjustu öskudreifingaspár gangi eftir.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert