Náði myndum af upphafi gossins

Myndir Ingólfs Bruun, sem Reutersfréttastofan birti.
Myndir Ingólfs Bruun, sem Reutersfréttastofan birti. Reuters

Ingólfur Bruun, lögreglumaður, náði myndum af því þegar gosið hófst í Grímsvötnum á laugardagskvöld. Hann var þá staddur við Gígjukvíst að koma úr göngu á Miðfellstind.

Ingólfur segir, að ferðafélagarnir hafi veitt athygli sérkennilegu skýi sem sást yfir Vatnajökli en fljótt gert sér grein fyrir því að þetta var ekki ský heldur gosmökkur. Myndir Ingólfs, sem Reutersfréttastofan hefur keypt og dreift, eru teknar á tæplega 20 mínútna tímabili. 

„En ég átti bara sjö mínútur eftir á kortinu," sagði Ingólfur. „Þetta hefur kennt mér þrenn. Í fyrsta lagi að hafa nægilega stór minniskort með í ferðalög. Í öðru lagi að fara ekki án kortalesara og í þriðja lagi að hafa fartölvuna alltaf með." 

Ein mynda Ingólfs.
Ein mynda Ingólfs. Reuters
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka