Nova sendi í dag Póst- og fjarskiptastofnun formlega beiðni um 4G tilraunaleyfi á Íslandi. Óskar Nova eftir heimild til prófana á 1800 MHz tíðnisviðinu.
Í tilkynningu kemur fram, að Nova hafi gert 4G samning við Huawei Technologies sem geri fyrirtækinu kleift að hefja undirbúning að 4G farsíma- og netþjónustu á Íslandi.
Nova fékk úthlutað 3G tilraunaleyfi árið 2006 og 3G rekstrarleyfi í mars 2007. Fyrirtæki eru nú að stíga sín fyrstu skref í svonefndri 4G þjónustu en með henni eykst gagnahraði verulega og dyr opnast að margvíslegum nýjum þjónustumöguleikum fyrir einstaklinga og fyrirtæki.