Ræða viðbrögð við gosinu

Ferðamenn í Skaftafellsýslu í gær.
Ferðamenn í Skaftafellsýslu í gær. mbl.is/Eggert

Iðnaðarráðuneytið segir, að eldgosið í Grímsvötnum geti haft mikil áhrif á ferðaþjónustuna á Íslandi og líkt og í eldgosinu í Eyjafjallajökli á síðasta ári hafi Katrín Júlíusdóttir ferðamálaráðherra kallað saman viðbragðsteymi sem hittist á hverjum morgni í ráðuneytinu til að meta stöðuna og taka ákvarðanir um aðgerðir.

Í viðbragðsteyminu eru fulltrúar frá iðnaðar- og ferðamálaráðuneytinu, utanríkisráðuneytinu, Almannavörnum, Ferðamálaráði, embætti Forseta Íslands, Ferðamálastofu, Vatnajökulsþjóðgarðs, Icelandair, Iceland Express, Íslandsstofu, Reykjavíkurborgar og Samtaka ferðaþjónustunnar.

Farið var yfir útlit fyrir flug næstu daga, upplýsingagjöf til ferðamanna sem ekki komast til síns heima, upplýsingar til farþega sem fastir eru erlendis, upplýsingagjöf til fjölmiðla og gerð gagna handa innlendum og erlendum ferðaþjónustuaðilum svo svara megi fjölda fyrirspurna á samræmdan máta. Mikil áhersla er lögð á forystu og leiðsögn almannavarna á öllum stigum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka