Sauðfé haft úti í Fagradal

Kindurnar fengu ferskt hey í morgun.
Kindurnar fengu ferskt hey í morgun. Ljósmynd/Jónas Erlendsson

Jónas Erlendsson bóndi í Fagradal í Mýrdal, segir ástandið þar á svæðinu alls ekki jafn slæmt og fyrir austan. Öskumistur sé í loftinu en lítið sem ekkert öskufall. „Við förum grímu- og gleraugnalaus út í fjárhús og út í bíl en það er betra að hafa grímu ef maður er lengi úti.“

Í Fagradal er sauðféð úti við fjárhúsin og fékk í morgun nýtt hey. „Það er allt í lagi að hafa dýrin úti hérna,“ segir Jónas, „það kemst í ferskt vatn og fær ferskt hey.“

Hann segir regnið sem féll í gær hafa komið sér afar vel. „Það gerði rigningu í einn til tvo tíma í gær um kvöldmatarleytið. Þá hreinsaðist loftið og gróðurinn. Og vegurinn er ennþá blautur,“ segir hann.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert