Útsending frá gosinu brást

Gosmökkurinn frá eldstöðinni í Grímsvötnum í gær.
Gosmökkurinn frá eldstöðinni í Grímsvötnum í gær. mbl.is/RAX

Á vef fjarskiptafyrirtækisins Mílu verður hægt að fylgjast með eldgosinu í Grímsvötnum í beinni útsendingu, líkt og boðið var upp frá gosinu í Eyjafjallajökli í fyrra. Vegna mikils öskufalls þurfti að færa vefmyndavélina frá upphaflegum stað í Freysnesi.

Að sögn talsmanns Mílu fóru starfsmenn fyrirtækisins strax af stað á laugardagskvöld til að leita að stað fyrir vefmyndavél. Að morgni sunnudags hafi vélinni verið stillt upp en þá komið í ljós að bein útsending gekk ekki vegna mikils öskufalls.

Er því leitað að öðrum upptökustað fjær gosinu.

Útsendinguna verður hægt að nálgast hér.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert