Breytingar á flugi Iceland Express

Vél Iceland Express.
Vél Iceland Express. mbl.is/Þorgeir Baldursson

Vélar Iceland Express, sem fóru síðdegis í dag til London og Kaupmannahafnar, hafa ekki komist til Íslands aftur vegna eldgossins í Grímsvötnum, þar sem Keflavíkurflugvöllur er lokaður í kvöld og opnar ekki aftur fyrr en í fyrramálið.

Áætlað er að vélarnar frá London og Kaupmannahöfn lendi í Keflavík um og eftir hádegi á morgun, segir í tilkynningu frá fyrirtækinu.

Vonast er til, að vélar Iceland Express fljúgi samkvæmt áætlun á morgun, nema morgunvélin til London, sem væntanlega fer í loftið um hádegisbil.

Farþegar sem eiga bókað flug með félaginu eru beðnir að fylgjast vel með á heimasíðu félagsins, icelandexpress.is, og á netinu, því áætlun geti breyst með stuttum fyrirvara.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert