Ekki sömu áhrif á flugumferð og í fyrra

Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, sagði við bandarísku sjónvarpsstöðina CNN í gærkvöldi, að eldgosið í Grímsvötnum væri gríðarlega öflugt en myndi ekki valda eins mikilli röskun á flugumferð og eldgosið í Eyjafjallajökli gerði í fyrra.

„Varðandi Evrópu þá verður þetta ekki líkt því sem gerðist í fyrra. Þetta er annað eldfjall og Evrópa er betur búin undir svona ástand," sagði Ólafur Ragnar í viðtali við Piers Morgan.

Viðtal Piers Morgan við Ólaf Ragnar

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert