Heilsubækur seljast best

Þrjár söluhæstu bækur undanfarinn hálfa mánuðinn fjalla allar um bætta heilsu og vellíðan, samkvæmt sölulista, sem Rannsóknasetur verslunarinnar tekur saman.

Söluhæsta bókin var Léttara og betra líf, eftir Lene Hansson. Í öðru sæti var 
10 árum yngri á 10 vikum, eftir Þorbjörgu Hafsteinsdóttur og í þriðja sæti var önnur bók eftir Þorbjörgu, Matur sem yngir og eflir. 

Það sem af er árinu hefur skáldsagan Ég man þig, eftir Yrsu Sigurðardóttur, selst best.  Í 2. sæti er Betri næring - betra líf, eftir Kolbrúnu Björnsdóttur,  og í þriðja sæti er Djöflastjarnan, eftir Jo Nesbø. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert