„Hér hefur snjóað í marga sólarhringa“

Íbúar á Egisstöðum þurftu að moka snjó eins og það …
Íbúar á Egisstöðum þurftu að moka snjó eins og það væri hávetur. mbl.is/Sigurður Aðalsteinsson

„Hér hefur snjóað í marga sólarhringa,“ segir Jónas Hallgrímsson, hjá Austfari á Seyðisfirði. Norræna leggast að bryggju á Seyðisfirði í dag, en hætt er við að bílar, sem flestir eru á sumardekkjum, eigi erfitt með að komast yfir Fjarðarheiði.

Mjög hvasst var á Austurlandi í gærkvöldi og nótt. Vegir lokuðust vegna ófærðar. Þannig var Fagridalur, Oddskarð og Fjarðarheiði ófær. Vegagerðin vann að því í morgun að ryðja vegi. Jónas sagði mikilvægt fyrir ökumenn að gefa Vegagerðinni færi á að ryðja snjó af vegum áður en lagt er af stað á fjallvegi.

Samkvæmt reglum eiga ökumenn að vera búnir að taka nagladekk undan bílum 15. apríl og því er flestir komnir á sumardekk. Erlendir ferðamenn sem eru að koma með Norrænu eru fæstir undirbúnir undir snjó og hálku. Jónas sagði að farþegar væru að sjálfsögðu upplýstir um ástand mála á vegum á Austurlandi. Allaatriði væri að menn færu eftir ráðleggingum.

Í morgun var hætt að snjóa á Austurlandi, en áfram er spáð kulda og snjókomu fram eftir vikunni.

Vefmyndavélar Vegagerðarinnar

Allt er á kafi í snjó á Egilsstöðum.
Allt er á kafi í snjó á Egilsstöðum. mynd/Vilmar Freyr Sævarsson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert